Ráðstefnan
Ráðstefna um samfélagsleg áhrif rannsókna var haldin í Hátíðarsal Háskóla Íslands þann 11. október 2022.
Meginmarkmið ráðstefnunnar var að skapa umræðu um samfélagsleg áhrif rannsókna við Háskóla Íslands og gildi þeirra fyrir samfélagið. Dagskráin var blanda af stuttum erindum og hópumræðum.
Stefnt er að því að halda áfram að vinna með þær hugmyndir sem koma fram á ráðstefnunni og þá sérstaklega um samfélagslegt gildi rannsókna innan háskólans.
Kallað eftir póstkortum
Kæri rannsakandi, við leitum til þín í von um að fá stuttan texta (250-500 orð) um þau samfélagslegu áhrif sem þú telur að séu meginstef rannsókna þinna (núverandi eða fyrrverandi) og þau samfélagslegu áhrif sem rannsóknir þínar hafa haft.
Hægt er að sjá dæmi um póstkort hér.
Hér fyrir neðan er hægt að senda inn póstkort eða með tölvupósti á netfangið eyrunloa@hi.is