Fræðahringekja (stutt póstkort)...

Spennandi rannsóknir við HÍ sem hafa samfélagsleg áhrif...

alt=""

Anna Helga Jónsdóttir,
Dósent við Raunvísindadeild

Magnús Þór Torfason,
Dósent við Viðskiptafræðideild

Margrét Sigrún Sigurðardóttir,
Dósent við Viðskiptafræðideild


Háskólar eru ekki aðeins stofnun þar sem við sækjum okkur menntun, heldur kannast eflaust mörg okkar við það að hafa þar einnig stofnað til mikilvægs vinskapar. Vináttutengsl í háskóla er mikilvægur þáttur þess að stunda nám og ljúka námi á háskólastigi. En hvað gerist þegar heimsfaraldur kemur í veg fyrir að nemendur geti sótt nám á staðnum?

Anna Helga Jónsdóttir, Magnús Þór Torfason og Margrét Sigrún Sigurðardóttir báru saman tengslamyndunun tveggja hópa nemenda, þeirra sem hófu nám á Félagsvísindasviði og þeirra sem hófu nám á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands haustið 2017 og svo aftur 2020 þegar nám í háskóla fór fram á netinu vegna COVID.

Niðurstöður þeirra sýna að heimsfaraldurinn hafði veruleg áhrif á tengsl og tengslamyndun nemenda. Svo veruleg raunar að helmingur nemenda sem hóf nám haustið 2020 mynduðu engin ný tengsl fyrsta eina of hálfa misserið af námsferli sínum. Nemendur sem hófu nám árið 2017 mynduðu til samanburðar flest ný tengsl á þessu tímabili í námi sínu.

Af niðurstöðunum er ljóst að nemendur sem hófu nám í COVID faraldrinum búa ekki að sama tengslaneti í námi og nemendur sem hófu nám fyrir upphaf faraldursins, og mikilvægt að taka tillit til þeirra langtímaáhrifa sem heimsfaraldurinn hefur haft á nám og samfélag.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru bitar í tímaritinu Higher Education:

Sigurdardottir, M. S., Torfason, M. T., & Jonsdottir, A. H. (2022). Social tie formation of COVID-19 students: evidence from a two-cohort longitudinal study. Higher Education, 1-19.

Samfélagsleg áhrif


Fræðslu ábyrgð og kerfislæg ábyrgð.

alt=""

Róbert H. Haraldsson,
sviðsstjóri kennslusviðs

Þröstur Olaf Sigurjónsson,
prófessor við Viðskiptafræðideild


Háskólar hafa það hlutverk að búa nemendur undir þátttöku í lýðræðislegu samfélagi og fjölbreyttu atvinnulífi, eins og segir í stefnu Háskóla Íslands. Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor í viðskiptafræði og Róbert Haraldsson, prófessor í heimspeki, hafa rannsakað hvernig nemendamiðaðir kennsluhættir efla best hæfni, burði og getu nemenda til að glíma við siðferðileg álitamál í atvinnulífi, svo þeir geti sem best stutt við lýðræðislegt samfélag.

Rannsókn þeirra meðal íslensks atvinnulífs sýnir að stjórnendur telja nauðsynlegt að útskrifaðir nemendur séu betur í stakk búnir að sjá þær siðferðilegu áskoranir sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir og hvernig taka má á þeim áskorunum, hvort sem þær eru að finna innan fyrirtækja sjálfra eða í samskiptum þeirra við stjórnvöld eða samfélagið í heild.

Þröstur og Róbert hafa beitt nemendamiðuðum kennsluháttum þannig að í samvinnu við nemendur eru íslensk raundæmi (e. cases) rannsökuð, skrifuð og gefin út. Nemendur fá með þessum hætti beina aðkomu að því hvernig þekkja má siðferðileg álitamál í atvinnulífi, hvernig hægt er að leysa þau og ekki hvað síst hvernig megi gera slíkum siðferðilegum álitamálum skil í raundæmum svo aðrir geti lært af.

Samfélagsleg áhrif


Efnahagsleg ábyrgð og samfélagsleg ábyrgð.

alt=""

Friðrik Rafn Larsen,
dósent við Viðskiptafræðideild


Dr. Friðrik Larsen hefur hannað mælitæki sem m.a. sýnir fyrirtækjum og stofnunum hversu sjálfbær þeirra vörumerki eru í hugum neytenda og annarra hagsmunahópa.

Slíkar upplýsingar hjálpa til að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig skal kynna þau sjálfbærni verkefni sem fyrirtækin / stofnanirnar taka þátt í. Þetta hjálpar þeim einnig að horfast í augu við að hve miklu/litlu marki málaflokkurinn hefur áhrif á traust hagsmunahópa í þeirra garð.

Samfélagsleg áhrif


Nýsköpun og uppbygging sem er hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Þröstur Olaf Sigurjónsson,
prófessor við Viðskiptafræðideild


Jafnrétti kynjanna er hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Er litið er til kynjahlutfalla í stjórnum fyrirtækja þá sést að breytinga er þörf. Alþjóðleg reynsla sýnir að lítið gengur að jafna kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja fyrr en kynjakvóti hefur verið innleiddur.

Þröstur Olaf Sigurjónsson hefur ásamt með-rannsakendum greint hvernig staðið var að innleiðingu laga um kynjakvóta í íslenskar stjórnir. Áhersla Þrastar hefur verið annars vegar á valferli stjórnarmanna, og hins vegar á áhrif á stjórnarbrag.

Vandað valferli stjórnamanna skiptir höfuðmáli, jafnt fyrir konur sem karla, og fyrir fyrirtæki og samfélag. Eftir innleiðingu laga um kynjakvóta á Íslandi var mikilvægt að rannsaka hversu vandað valferlið var, því ef það reyndist óvandað yrði erfitt að skera úr um raunveruleg áhrif innleiðingar slíkra laga. Valferlið í kjölfar innleiðingu laganna reyndist vera mjög miðað að mati á einstaklingum, konum jafnt sem körlum.

En í valferlið vantaði skýrara mat á samsetningu stjórna sem teyma. Tilurð tilnefningarnefnda kann að hafa lagað þetta. Rannsóknir á starf tilnefningarnefnda er þó enn að miklu óplægður akur. Það ríkti ekki almenn sátt um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja þegar lögin voru kynnt til sögunnar en sáttin jókst þegar lögin höfðu verið innleidd og reynd.

Helst voru það ungir karlmenn sem voru á móti kynjakvótanum. Það er eðlilegt, því helst er það sá hópur sem missti tækifærið að komast í stjórnir. Enn fremur voru það karlar sem höfðu óhefðbundinn bakgrunn og reynslu, sem misstu tækifærið til stjórnarsetu. Sambærilegar niðurstöður má sjá frá Noregi í kjölfar innleiðingar kynjakvóta þar. Ungar stjórnarkonur eru jákvæðastar með kynjakvótann. Þessi afstaða ólíkra hópa breyttist ekki frá þeim tíma að lögin voru kynnt þar til eftir að þau voru innleidd.

Aukin þátttaka kvenna við stjórnarborðið hefur leitt til þess að ólík sjónarmið eru rædd við stjórnarborðið þannig að ákvarðanataka hefur orðið betri, að mati stjórnarmanna. Svipuð niðurstaða er hvað varðar aðhald stjórna með forstjóra. Fjölgun kvenna í stjórnir hefur leitt til þess að aðhaldið er meira. Þetta er þó helst skoðun kvenkyns stjórnarmanna og stjórnarformanna af báðum kynjum. Karlkyns stjórnarmenn eru neikvæðari en kvenkyns um jákvæð áhrif aukinnar þátttöku kvenna á stjórnarsamstarfið. Heilt yfir er það niðurstaða að kynjakvóti í stjórnir fyrirtækja leiðir til þess að ákvarðanataka er betri. Það var markmið stjórnvalda með innleiðingu laganna.

Samfélagsleg áhrif


Jafnrétti kynjanna sem er hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Birna Þórisdóttir,
sérfræðingur hjá Heilbrigðisvísindastofnun


Dr. Birna Þórisdóttir hefur undanfarin tvö ár unnið með norrænum samstarfshópi að gerð kerfisbundinna yfirlitsgreina í tengslum við endurskoðun norrænu næringarráðlegginganna, NNR 2022. Ásamt því að uppfæra stöðu þekkingar fyrir fæðutengdar ráðleggingar, orku- og næringarefni er nú loks sjálfbærni og umhverfismálum fléttað inn í ráðleggingarnar með afgerandi hætti. Þannig er ætlunin að móta ráðleggingar sem auðvelda fólki að velja mat og drykk sem stuðla að góðri heilsu og vellíðan í sátt við umhverfið.

Kerfisbundnu yfirlitsgreinarnar tengjast flestar þessari nýju áherslu, til dæmis voru skoðuð á kerfisbundin hátt áhrif baunaneyslu, hnetuneyslu og neyslu próteina úr jurtaríkinu á þróun hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki af tegund 2 og áhrif jurtafæðis á vöxt og járnbúskap ungra barna.

Norrænu næringarráðleggingarnar hafa mikil áhrif. Þær eru sá vísindalegi grunnur sem íslenskar ráðleggingar um mataræði og næringarefni byggja á, sem og ráðleggingar annarra Norðurlanda og Eystrasaltslandanna. Þær eru nýttar við skipulagningu matseðla á öllum skólastigum, vinnustöðum og öldrunarstofnunum. Stjórnvöld taka mið af ráðleggingum um mataræði í sinni stefnumótun, til dæmis heilbrigðisáætlunum og aðgerðaáætlunum um heilsu og lífsgæði. Þá eru þær grundvöllur fyrir merkingar matvæla, til dæmis samnorræna merkið Skráargatið, og viðmið til að meta neyslu matvæla og næringarefna.

Samfélagsleg áhrif


Heilsa og vellíðan og ábyrg neysla og framleiðsla sem eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.

alt=""

María Guðjónsdóttir,
prófessor og deildarforseti
Matvæla- og næringarfræðideildar


Matvæli og næring eru málefni sem skipta okkur öll máli, enda þurfum við öll að borða.

Áskoranir vegna loftlagsvandans og ákall neytenda eftir sjálfbærum og hollum matvælum kalla þó eftir nýstárlegum lausnum við nýtingu hráefna, framleiðslu, vöruþróun og gæðaeftirlit til að tryggja bestu mögulegu gæði, öryggi, aðgengi og heilnæmi matvæla til neytenda.

Matvæli og næring tengjast þá öllum Sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna ýmist beint eða óbeint.

Sérfræðingar Matvæla- og næringarfræðideildar leitast þannig að stuðla að bættum heimi og samfélagi með fjölbreyttum hætti.

Samfélagsleg áhrif


Heilsa og vellíðan og ábyrg neysla og framleiðsla, auk þess að tengjast öðrum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á ýmsan hátt, bæði beint og óbeint.

alt=""

Steinunn Hrafnsdóttir,
prófessor við Félagsráðgjafardeild


WELFARE eða Designing the Future Welfare Systems nefnist verkefni sem hlaut Erasmus+ styrk nýverið og er það Steinunn Hrafnsdóttir prófessor við félagsráðgjafardeild og forsvarskona Vaxandi Miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun sem leiðir verkefnið, Stefanía Kristinsdóttir, doktorsnemi er verkefnastjóri .

Markmið verkefnisins er búa til opið menntaefni, námsskrá og námsvef í samfélagslegri nýsköpun. Sérstök áhersla er lögð á nýsköpun í velferðarþjónustu sem snýr að valdeflingu viðkvæmra hópa í samfélaginu.

Verkefnið er unnið með Háskólanum í Vives Belgíu og þremur samfélagsfyrirtækjum frá Grikklandi og Litháen. Auk þess sem Almannaheill, samtök þriðja geirans á Íslandi er samstarfsaðili.

Þróun námsefnisins byggir m.a. á ítarlegri þarfagreiningu sem felst í stefnugreiningu, eigindlegum viðtölum við samfélagsfrumkvöðla og rýnihópum með þátttöku ólíkra hópa svo sem notenda, þriðja geirans, fagfólks og rannsakenda.

Námsefnið verður prófað á vinnustofum í ólíkum löndum og á grunni þess verður til verkfærakista fyrir alla þá sem hafa hug á að vinna slík verkefni í velferðarþjónustu.

Samfélagsleg áhrif


Heilsa og vellíðan og nýsköpun og uppbygging sem eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Sóllilja Bjarnadóttir,
doktorsnemi í umhverfisfélagsfræði


„Markmið doktorsverkefnisins er að skilja hvernig pólitískt traust og stofnanatraust hefur áhrif á viðhorf almennings hér á landi til mismunandi aðgerða í loftslagsmálum. Þá verður einnig lögð áhersla á að skilja hvað hefur áhrif á stuðning einstaklinga við réttlát umskipti en réttlát umskipti vísa til þess að skref okkar í átt að grænna samfélagi verður að vera byggt á jafnrétti. Ásamt því að skoða sérstaklega Ísland mun ég einnig skoða samanburð við önnur lönd og skoða hvaða samfélagslegu þættir hafa áhrif á stuðning einstaklinga við mismunandi aðgerðir í loftslagsmálum í Bandaríkjunum, Kína, Indlandi og Japan.“

Samfélagsleg áhrif


Aðgerðir í loftslagsmálum sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Þorvarður Árnason,
fræðimaður og forstöðumaður
Rannsóknarseturs HÍ á Hornafirði


Sjónrænar rannsóknir á hopi hornfirskra jökla

Bráðnun jökla er ein skýrasta birtingaramynd hnattrænna loftslagsbreytinga í samtímanum. Bráðnun jökla er ekki alvarlegasta afleiðing loftslagsbreytinga - fjarri því - en hún varpar þó ákveðnu ljósi á raunveruleika þess sem er og hefur verið að gerast; neikvæð áhrif sem snerta nánast allt sem lifir og hrærist á jörðinni. Og þá um leið áhrif sem munu vara næstu áratugi og aldir og stöðugt magnast upp, verði ekkert að gert.

Bráðnun jökla er, í aðra röndina, sjónrænt fyrirbæri og lætur því einkar vel að vöktun og skrásetningu með sjónrænum aðferðum, en afurðir slíkra rannsókna eru síðan enn fremur mjög hentugar til vísindamiðlunar. Þorvarður hefur sjálfur lagt stund á sjónrænar rannsóknir í rúman áratug og stýrir nú þverfaglegum hópi rannsakenda við Rannsóknasetrið á Hornafirði sem hefur þróað nýstárlegar leiðir til að varpa enn skýrara ljósi á bráðnun jökla í „bakgarði“ setursins, í fortíð, nútíð og framtíð.

Nánar má lesa um þessi verkefni með því að smella á hlekk fyrir ofan.

Samfélagsleg áhrif


Aðgerðir í loftslagsmálum sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Marcello Milanezi,
doktorsnemi í félagsfræði


“I imagine the impact of my PhD project comes in the sense that it helps unwrap some of the layers of the social fabric, namely how we interact with the elements of the 4th Industrial Revolution. By this revealing of the gears we discover territories that have been colonized, for instance, by capitalist interests, and we are thus able to start decolonizing efforts. Also by understanding what lies beyond our everyday experience we find the existing possibility of creating new narratives with which we can subvert policies of oppression and repression, and bring about a new social fabric that is in tune with the autonomy of the individual and can envision community with all the ecology it entails (technologies, non-human animals etc). My work is but a small part of such effort, one that focuses on understanding the degradation of autonomy by means of data colonization in Iceland.”

Samfélagsleg áhrif


Menningarleg áhrif og friður og réttlæti sem er hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Ólöf Guðný Geirsdóttir,
prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræði


Dr. Ólöf Guðný Geirsdóttir, prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild ásamt rannsóknarteymi hefur verið að rannsaka hvernig næringarástand aldraða hefur áhrif á farsæla öldrun. Áhersla er á að skoða samverkandi áhrif næringar og hreyfingar á færni aldraðra hvort heldur er að viðhalda eða koma í vegfyrir, eða tafið aldurstengt færnitap.

Niðurstöður þessara rannsókna hafa meðal annars sýnt að hreyfing og þá sérstaklega styrktaræfingar eru mikilvægar til að seinka færnitapi aldraðra en gott næringarástand og næring aldraða er forsenda árangurs hjá öldruðum einstaklingum sem stunda hreyfingu eða endurhæfingu. Rannsóknir okkar hafa einnig sýnt að vannæring meðal veikra og hrumra aldraðra er algeng á Íslandi en vannæring dregur úr hæfni líkamans til að berjast gegn sýkingum eða græða sár auk annarra alvarlegra fylgikvilla sem geta dregið úr líkamlegri og andlegri færni aldraðra.

Samhliða rannsóknarverkefnum á næringarástandi aldraða er Ólöf og í samvinnu við alþjóðlegt þverfræðilegt teymi, að vinna að kennsluefni í opnum aðgangi, fyrir fagfólk sem sinnir öldruðum með það að markmiði að allir geti aflað sér þekkingar um mikilvægi matar og næringar í meðferð aldraða hvort sem við erum að tala um forvarnir, bráðaþjónustu eða í endurhæfingu.

Samfélagsleg áhrif


Heilsa og vellíðan, ekkert hungur og menntun fyrir alla sem eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.

alt=""

Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir,
doktorsnemi hjá Matvæla- og næringarfræðideild


Verkefnið „Áhrifaþættir sem hafa áhrif á farsæla öldrun“ er verkefni þar sem upplýsingum um lífstílsþætti einstaklinga eru skoðaðir heildrænt frá fæðingu til nánast lífsloka. Farsæl öldrun er þegar lífsgæðum og sjálfstæði er viðhaldið á eldri árum. En svo að það verði er mikilvægt að halda góðri heilsu, bæði líkamlegu, andlegu og félagslegu heilbrigði , sem er talið nauðsynlegt til að geta notið lífsins á efri árum.

Með því að skoða viðkvæman hóp eins og einstaklinga með lága fæðingarþyngd en rannsóknir hafa sýnt fram á að þessir einstaklingar hafa meiri áhættu á ýmsum langvinnum sjúkdómum eins og sykursýki, krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum ásamt breytingum á líkamssamsetningu auk vitrænnar getu. Sömu vísbendingar um áhrif fæðingar-þyngdar á heilsufarslegar útkomur sést einnig í þýði með almennt háa fæðingarþyngd eins og hjá Íslendingum. Með því að skoða langtíma spágildi fyrir þær breytur sem hægt er að hafa áhrif á með lífstílsbreytingum er mögulega hægt að hafa áhrif á þætti sem gætu skipt máli hvað varðar farsæla öldrun.

Ætla má að flestir telji að megin hluti lífsgæða sinna sé að verja ævinni sem lengst í sem bestu líkamlegu- og andlegu ástandi, helst heima í faðmi ættingja og vina. Lítið hefur verið skoðað hvort forsendur farsældar öldrunar séu að hluta til útskýrðar af vexti og þroska, ásamt heilsu og lífstíl snemma á lífsleiðinni. Mikilvægt að leita eftir þeim áhættuþáttum og ekki síður þeim þáttum sem hægt er að hafa áhrif á sem styðja við farsæla öldrun „frá vöggu til grafar“.

Samfélagsleg áhrif


Heilsa og vellíðan sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.

alt=""

Freydís Jóna Freysteinsdóttir,
dósent í félagsráðgjöf


Rannsóknarsvið mitt liggur nokkuð víða. Megin áherslan hefur verið á ofbeldi og vanrækslu í fjölskyldum og áhættuhegðun barna. Jafnframt hef ég unnið rannsóknir varðandi samkynhneigð og einnig varðandi parsambönd, t.d. hvað spái fyrir um hamingju í parsamböndum.

Dæmi um rannsókn: Mæður sem hafa látist af völdum ofbeldis og staða barna þeirra.

Markmiðið með þessari rannsókn var að rannsaka hluta kvenmorða (e. femicide) sem hafa verið framin á Íslandi. Í þessum málum höfðu mæður barna verið beittar ofbeldi sem leiddi til dauða þeirra. Verknaðinn framdi aðili sem þær höfðu verið í nánu sambandi við. Tilgangurinn var að öðlast þekkingu á því hvað einkennir slík mál með það fyrir augum að reyna að fyrirbyggja þau í framtíðinni. Könnuð voru slík mál á 35 ára tímabili hér á landi. Aðferðin var bæði megindleg og eigindleg og fól í sér innihaldsgreiningu dóma og fréttamiðla.

Niðurstöður sýndu að átta mæður sem áttu samtals 14 börn, tvítug eða yngri, voru myrtar hér á landi á þessu tímabili. Verknaðaraðferðin virðist hafa verið tengd félagslegu umhverfi morðanna. Í um helmingi tilfella voru barn eða börn viðstödd þegar móðir þeirra var myrt og urðu því vitni að verknaðinum með einhverjum hætti. Þegar um föður barnanna var að ræða fór hann í fangelsi eða var vistaður á geðdeild í kjölfar verknaðarins en í einu tilfelli svipti faðirinn sig lífi í kjölfar verknaðarins. Því má segja að flest börnin hafi misst báða foreldra sína þegar þetta gerðist.

Þar sem um gríðarleg áföll er að ræða fyrir börnin og aðra aðstandendur er mikilvægt að fagfólk í félagslega geiranum og heilbrigðisgeiranum skimi fyrir ofbeldi. Jafnframt er mikilvægt að það þekki einkenni og aðdraganda slíkra atburða svo fremur sé hægt að koma í veg fyrir þá.

Samfélagsleg áhrif


Jafnrétti kynjanna og heilsa og vellíðan sem eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Ásta Jóhannsdóttir,
lektor við Menntavísindasvið


„Rannsóknir skipta okkur öll mjög miklu máli. Það væri erfitt án rannsókna að skapa nýja þekkingu og þróa samfélagið og breyta því til hins betra,“ segir Ásta Jóhannsdóttir, lektor við Menntavísindasvið við Háskóla Íslands. Það kemur ekki á óvart að Ásta orði hlutina með þessum hætti því hún hefur brennandi áhuga á að rannsóknir stuðli að samfélagslegum breytingum.

Ásta leiðir nú stóra rannsókn ásamt Kristínu Björnsdóttur, prófessor við Menntavísindasvið, sem studd er af Rannís en hún kallast „Fötlun á tímum faraldurs“. Í tengslum við rannsóknina unnu þær Kristín að því að kortleggja stöðu fatlaðs fólks á tímum hamfara og benda á leiðir til bæta aðstæður þess. Þessi kortlagning varð að grein sem hefur verið birt í tímaritinu Íslenska þjóðfélagið.

Í greininni er tvennt haft að leiðarljósi að sögn Ástu. Annars vegar að gefa alþjóðlegt yfirlit yfir hamfarir, viðbrögð við þeim og afleiðingar þeirra fyrir fatlað fólk og hins vegar að greina viðbragðsáætlanir íslenskra Almannavarna og leiðbeiningar í hamförum með tilliti til aðstæðna fatlaðs fólks.

Samfélagsleg áhrif


Aukinn jöfnuður og heilsa og vellíðan sem eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.

alt=""

Ólafur Páll Jónsson,
prófessor í heimspeki við Menntavísindasvið


Fiktað fyrir sjálfbærni í skólum (e. Tinkering for sustainability at School) nefnist verkefni sem hlaut Erasmus+ styrk á dögunum en Ólafur Páll prófessor í heimspeki við Menntavísindasvið, leiðir það fyrir hönd Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að styðja við kennara sem vilja stuðla að sjálfbærni í skólum, bæði í formlegri og óformlegri menntun. Verkefnið er unnið með grískum félagasamtökum og Vísindasafninu í Amsterdam sem hefur þróað svokallaðar fiktaðferðir (e. Tinkering) í kennslu.

„Tinkering-aðferðin felur í sér að bregðast við vandamálum sem eru gjarnan illa skilgreind, eins og sjálfbærnivandamál eru, og felur í sér að prófa sig áfram með vandamálið. Fiktið er nálgun sem einkennist af leikandi og endurteknum tilraunum, þar sem þátttakendur eru stöðugt að endurmeta markmið sín, kanna nýjar leiðir og ímynda sér nýja möguleika.

Hluti af verkefninu felur svo í sér að þróa verkfærakistu sem kennarar geta gengið í þegar þeir vinna með sjálfbærni í menntun með þessum hætti,“ segir Ólafur Páll.

Samfélagsleg áhrif


Sjálfbærar borgir og samfélög sem er hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Camila Pía Canales,
rannsóknasérfræðingur við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild


Dr. Camila Pía kynnti tvö spennandi rannsóknarverkefni sem snúa að sjálfbærri framleiðslu vetnis á árlegri ráðstefnu Functional Materials and Nanotechnology (FM&NT) sem fram fór í Ríga í Lettlandi í júlí.

Camila, sem er doktor í efnafræði, hefur unnið að verkefnunum tveimur innan Háskóla Íslands í samstarfi við vísindamenn innan og utan skólans. Hún hefur starfað við Háskóla Íslands frá árinu 2019 og státar af 11 ára reynslu á sviði rannsókna á sviði rafefnafræði.

Annað verkefnið nefnist AliCe-Why og er samvinnuverkefni vísindamanna víða í Evrópu, en að því koma prófessorarnir Christiaan P. Richter og Rúnar Unnþórsson innan HÍ. Meginmarkmið þess er að nýta álúrgang til að framleiða vetni.

Hitt verkefnið tengist framleiðslu á vetni með sjó og framtíðarmöguleikum þess í ljósi þess að ferskvatnsbirgðir heimsins minnka ört.

Samfélagsleg áhrif


Hreint vatn og hreinlætisaðstaða og nýsköpun og uppbygging sem eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Ársæll Már Arnarsson,
prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði


Ársæll Arnarsson er prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið og faglegur stjórnandi Íslensku æskulýðs-rannsóknarinnar. Auk þess stýrir Ársæll þátttöku Íslands í tveimur stærstu rannsóknum í heimi á sviði heilsu og velferðar barna og unglinga. Annars vegar er um að ræða Heilsu og lífskjör skólabarna (HBSC - Health Behaviour in School-Aged Children) og hins vegar Evrópsku vímuefnarannsóknina (ESPAD - European School Survey Project on Alcohol and other Drugs).

Niðurstöður þessara þriggja rannsóknaverkefna hafa um áratugaskeið verið notaðar af miklum fjölda erlendra vísindamanna til að kortleggja breytingar í heilsufari barna og unglinga. Þær hafa einnig hjálpað skólum, sveitafélögum, ríkisstofnunum og alþjóðlegum aðilum eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), Evrópuráðinu (European Council) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) til að móta stefnu og meta aðgerðir.

Með samningi við Mennta- og barnamála-ráðuneytið hefur umfang þessara rannsókna aukist enn frekar og taka þær nú bæði til barna niður í fjórða bekk grunnskóla sem og nemenda í framhaldsskólum. Allir skólar sem taka þátt fá ítarlega skýrslu um niðurstöður auk þess sem sveitafélög fá samskonar samantektir. Þá er skrifuð sérstök landsskýrsla þar sem lögð er áhersla á að draga fram helstu breytingar.

Samfélagsleg áhrif


Heilsa og vellíðan sem er hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.

alt=""

Guðný Lilja Oddsdóttir,
aðjúnkt við námsbraut í sjúkraþálfun

Kristín Briem, prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun

Harpa Ragnarsdóttir, doktorsnemi og sjúkraþjálfari


Nú er í gangi rannsókn við HÍ sem snýst um að meta áhrif nýs meðferðarúrræðis í sjúkraþjálfun og notkun nýs tækis þar sem markhópurinn er fólk sem hefur hlotið áverka í hálsi eftir árekstur í umferðinni. Hugmyndin er að bæta líðan þessa fólks og að draga úr kostnaði vegna áverkanna.

Guðný Lilja Oddsdóttir aðjúnkt og Kristín Briem prófessor, sem báðar starfa við námsbraut í sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands, leiða rannsóknina en með þeim í verkefninu er sjúkraþjálfarinn og doktorsneminn Harpa Ragnarsdóttir. Þær segja að borin verði saman tvö meðferðarform í sjúkraþjálfun til bæði langs og skamms tíma með huglægum og hlutlægum mælingum. Báðir rannsóknarhópar í verkefninu fái meðferð hjá sjúkraþjálfara, sérhæfðum í greiningu og meðferð stoðkerfis, auk þess sem hann hafi mikla reynslu á sviði þeirra áverka sem um ræðir.

Rannsóknin tengist þriðja heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna á afgerandi hátt þar sem áhersla er á aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð stöðu fólks. Nýsköpunarflöturinn í rannsókninni er mjög afgerandi í samstarfi akademíu og atvinnulífs í víðum skilningi. Bæði fer hluti rannsóknarinnar fram við klínískar aðstæður þar sem fólk leitar til sjúkraþjálfara eftir bata auk þess sem hátæknifyrirtæki er með í verkefninu en Háskóli Íslands gerði samstarfssamning við NeckCare í desember 2019.

Samfélagsleg áhrif


Heilsa og vellíðan og nýsköpun og uppbygging sem eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Elmar Geir Unnsteinsson,
vísindamaður við HÍ


Upplýsingaóreiða, falsfréttir, óheiðarleiki og lygar koma við sögu í rannsóknarverkefninu „Óheilindi og brotakenndur mannshugur“ sem Elmar Geir, vísindamaður við Háskóla Íslands og dósent við University College Dublin, fæst við ásamt stórum hópi innlends og erlends samstarfsfólks.

„Í sem stystu máli má segja að rannsóknin snúist um sambandið á milli lyga og dulinna skoðana. Við teljum yfirleitt að lygi felist í því að segja eitthvað án þess að trúa því. En rannsóknir benda til þess að skoðanir fólks séu asni oft duldar þannig að ég gæti vel trúað einhverju án þess þó að átta mig á því,“ segir Elmar Geir.

„Þessi rannsókn fjallar um efni sem getur verið mjög mikilvægt í samfélagslegu eða pólitísku tilliti. Við höfum í hyggju að stinga upp á leiðum til að draga úr neikvæðum áhrifum upplýsingaóreiðu á netinu en gerum okkur ekki grillur um að hafa töfralausnir. Þessar leiðir myndu byggja á kenningunni um óheiðarleika með því að sýna hvernig raunveruleg ummerki um áreiðanleika geta hjálpað fólki að skapa traust.“

Samfélagsleg áhrif


Friður og réttlæti sem er hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Zhao Yuan,
lektor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild


Dr. Zhao Yuan is an Assistant Professor and the Head of the Electrical Power Systems Laboratory (EPSLab) at the University of Iceland. His research work covers all aspects of electrical power systems from operations, controls to markets.

Zhao is advocating the Smart Grid in Iceland to improve the technical innovations in the energy industry, integrate more renewable energy resources and reduce the CO2 emissions to tackle the climate change challenge. He has been leading several research projects at the University of Iceland including the project to assess and enhance the security of the power system in Iceland. Zhao is helping the energy industry to a more sustainable future and educating the next generation power engineers for Iceland.

Before joining the University of Iceland, he worked as a Scientist at the Swiss Federal Institute of Technology Lausanne (EPFL) from 2019 to 2021. Zhao received the joint PhD degree from KTH Royal Institute of Technology (KTH), Comillas Pontifical University (COMILLAS) and Delft University of Technology (TU Delft) in 2018. He proposed and proved the solution existence-and-uniqueness theorems of the convex optimal power flow (OPF) model based on second-order cone programming (SOCP).

Zhao led the development of the Energy Management System (EMS) of the 560kWh/720kVA Battery Energy Storage System (BESS) on EPFL campus and co-developed the Smart Grid in Aigle Switzerland in 2020. He was awarded the China National Second Prize in Mathematical Modelling in 2010.

Samfélagsleg áhrif


Aðgerðir í loftslagsmálum og nýsköpun og uppbygging sem eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Snæfríður Þóra Egilson,
prófessor í fötlunarfræði


Snæfríður Þóra hefur beint sjónum að lífsgæðum, þátttöku og umhverfi fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra. Nýlokið er stórri rannsókn sem styrkt var af Rannsóknarsjóði. Helstu niðurstöður matslista sýndu að fötluð börn mátu líðan sína síðri en ófötluð börn í samanburðarhópi. Foreldrar fatlaðra barna töldu líðan barna sinna mun verri en börnin sjálf gerðu, jafnvel þótt þau væru beðin að svara eins og þau teldu að börnin myndu gera.

Almennt tóku fötluð börn þátt í færri athöfnum og sýndu minni hlutdeild en ófötluð börn heima fyrir, í skóla og úti í samfélaginu. Foreldrar fatlaðra barna tiltóku mun fleiri hindranir, minni stuðning og færri úrræði í umhverfinu en aðrir foreldrar.

Ítarlegar tilviksathuganir með fötluðum börnum og rýnihópaumræður með ungu fötluðu fólki leiddu í ljós flókinn veruleika þar sem lífsgæði og þátttaka tengjast, til að mynda hvað snertir þekkingu og völd.

Samfélagsleg áhrif


Aukinn jöfnuður: Niðurstöður lífsgæðarannsóknarinnar varpa ljósi á ýmsar áskoranir sem fötluð börn og fjölskyldur þeirra þurfa að takast á við. Enn fremur hvernig viðteknum hugmyndum um „eðlilegt líf“, fötlun og barnæsku er viðhaldið og áhrif þess á aðstæður og líðan fatlaðra barna og unglinga.

alt=""

Ólafur Ögmundarson,
lektor hjá Matvæla- og næringarfræðideild


Á heimsvísu er um 40% af landnotkun og 30% af allri losun gróðurhúsalofttegunda tilkomin vegna matvælaframleiðslu. Á síðustu árum hafa ríkisstjórnir og stefnumótandi aðilar um heim allan lagt aukna áherslu á að stuðla að framleiðslu og neyslu á sjálfbærum heilsusamlegum mat. Kolefnisspor flestra matvæla sem framleidd eru hér á landi hafa ekki verið metin nákvæmlega. Einnig hefur hingað til lítil áhersla verið lögð á kolefnisfótspor þegar mataræði og önnur markmið varðandi matvælastefnu eru sett fram.

Þverfaglega verkefnið „Sjálfbært heilsusamlegt mataræði“ tekur á þessum eyðum. Annars vegar með því að búa til forrit sem getur á sama tíma reiknað næringarefni og kolefnisspor á einstaklingsgrunni úr landskönnunum á mataræði og kortlagt mismunandi mataræði. Slíkur vettvangur mun veita stjórnvöldum tól til að taka tillit til sjálfbærni þegar settar eru fram lýðheilsutengdar tillögur um mataræði og aðra fæðutengda stefnumótun.

Þá verða niðurstöðurnar einnig verða notaðar til að velja innlend matvæli sem áætlað er að vegi þungt og mikilvægt sé að greina og gera á þeim formlega lífsferilsgreiningu. Þá verða samfélagsleg og félagsefnahagsleg áhrif sem tengjast breytingum á neyslu og framleiðslu í átt að sjálfbæru mataræði metin. Vinna verkefnisins er lykill að upplýsingum um hvernig best sé að haga nýsköpun og hagræðingu í innlendri matvælaframleiðslu til að hámarka ávinning og auka fæðuöryggi.

Lykilorð: sjálfbærni, matvælaframleiðsla, kolefnisspor, næring, lífsferilsgreining, fæðuöryggi.

Samfélagsleg áhrif


Nýsköpun og uppbygging og ábyrg neysla og framleiðsla sem eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Ingibjörg Gunnarsdóttir,
prófessor hjá Matvæla- og næringarfræðideild


Innlendar og erlendar rannsóknir benda sterklega til þess að fæðuval sem samræmist ekki ráðleggingum, sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir ýmsa kvilla á meðgöngu og geti einnig haft áhrif á vöxt og þroska barns. Einu mælikvarðarnir sem stuðst er við í meðgönguvernd á Íslandi í dag og tengjast á einhvern hátt næringarástandi eru annars vegar þyngdaraukning móður á meðgöngu og hins vegar mælingar á styrk hemóglóbíns í blóði.

Klassískar aðferðir til að kanna fæðuval og næringarástand eru tímafrekar og/eða dýrar og henta því illa í klínísku starfi. Árið 2015 hófust rannsóknir á möguleika þess að nota rafrænan fæðuskimunarlista í upphafi meðgöngu, annars vegar til að greina fæðuval sem gæti tengst aukinni hættu á kvillum á meðgöngu og hins vegar til að meta hvort hætta sé á of lítilli neyslu á næringarefnum sem gegna mikilvægu hlutverki fyrir fósturvöxt og þroska (joð, fólat, omega-3 fitusýrur og D-vítamín). Svör kvenna við fæðuskimunarlistanum, sem einungis tekur um 5-10 mínútur að svara, tengdust líkum á þyngdaraukningu umfram ráðleggingar, fæðingu stórbura og meðgöngusykursýki.

Í framhaldsrannsókn, sem hófst haustið 2017, var gildi spurningalistans metið með samanburði við mælingar á þekktum lífmerkjum fæðuneyslu og breytur sem meta næringarástand. Í þeirri rannsókn greindist joðskortur í fyrsta sinn í íslensku þýði og ófullnægjandi D-vítamínhagur sást meðal þriðjungs þátttakenda. Rannsóknirnar hafa þegar skilað sér í breyttum ráðleggingum til barnshafandi kvenna í tengslum við joð og D-vítamín.

Fæðuskimunarlistinn hefur nú verið gerður aðgengilegur í sjúkraskrárkerfinu Sögu en þaðan er hægt að senda hann yfir í Heilsuveru þar sem honum er svarað. Niðurstöðurnar sem birtast í Sögu eru leiðbeinandi um hvort þörf sé breytingum á fæðuvali og/eða notkun bætiefna á meðgöngu. Stefnt er að hefja innleiðingu á fæðuskimun í mæðravernd á haustmánuðum 2022.

Samfélagsleg áhrif


Heilsa og vellíðan sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.

alt=""

Þóroddur Bjarnason,
prófessor í félagsfræði


Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði hefur rannsakað byggðaþróun og búferlaflutninga á Íslandi frá ýmsum sjónarhornum.

Meðal viðfangsefna hans má nefna:

Orsakir og afleiðingar búferlaflutninga á Íslandi.

Áhrif kynhneigðar, slúðurs og eineltis á fyrirætlanir ungs fólks um búferlaflutninga.

Forspárgildi fyrirætlana fyrir byggðaþróun næstu áratuga.

Áhrif staðarnáms og fjarnáms á háskólastigi á búsetu brautskráðra háskólanema.

Áhrif samgöngubóta á byggðaþróun.

Vinnusókn og upplifun af öryggi í heilbrigðisþjónustu.

Áhrif búferlaflutninga á afstöðu kaþólikka og mótmælenda til átakanna á Norður-Írlandi
Stuðningur við Brexit í Bretlandi.

Umburðarlyndi gagnvart innflytjendum á Íslandi og dreifbýlisvæðingu og vöxt smáborga á Norðurlöndunum.

Niðurstöður þessara rannsókna hafa nýst með margvíslegum hætti við mótun byggðastefnu á Íslandi á undanförnum áratugum.

Samfélagsleg áhrif


Aukinn jöfnuður, menntun fyrir alla og friður og réttlæti sem eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.

alt=""

Elena Callegari,
nýdoktor


SageWrite er nýstofnað íslenskt sprotafyrirtæki sem er brautryðjandi í þróun á textagerðarkerfum og textabætandi lausnum fyrir fræðileg skrif. Það voru þær Elena Callegari, nýdoktor við Háskóla Íslands, og Desara Xhura sem stofnuðu fyrirtækið í kjölfar þess að Tækniþróunarsjóður Rannís veitti þeim styrk.

Elena er fræðimaður hjá rannsóknarstofunni Mál og tækni sem Anton Karl Ingason dósent veitir forstöðu. SageWrite er nýjasta samstarfsverkefni rannsóknarstofunnar og einkafyrirtækis, en áður hafði rannsóknarstofan gert samstarfssamning við fyrirtækið Mentis Cura um rannsóknir á vitrænni hnignun.

Textagerðarkerfi SageWrite virkar með þeim hætti að rannsakendur færa inn gróf drög að texta sem kerfið færir í fræðilegt málsnið. „Markmið okkar er að hjálpa rannsakendum að eyða minni tíma í að skrifa greinarnar og ritgerðir og meiri tíma í að vinna að því að fullkomna hugmyndir sínar og rannsóknir,“ segir Elena.

Elena undirstrikar að SageWrite hjálpi ekki vísindamönnum að móta nýjar kenningar, það verði áfram hlutverk rannsakandans.

Samfélagsleg áhrif


Nýsköpun og uppbygging sem er hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,
doktorsnemi í stjórnmálafræði


„Bakgrunnur minn er í kínverskum fræðum og alþjóðasamskiptum þannig að áhugi minn á Kína og stjórnmálum hefur verið til staðar í töluverðan tíma. Eftir að ég ákvað að fara í doktorsnám vissi ég að mig langaði til að rannsaka aukna veru Kína á norðurslóðum nánar. Eftir að hafa velt upp hugmyndum með leiðbeinanda mínum og legið undir feldi í einhvern tíma varð þetta lokaákvörðunin að verkefni,“ segir Guðbjörg Ríkey um kveikjuna að verkefninu, sem hún hóf fyrir innrás Rússa í Úkraínu.

Hún segist enn fremur hafa mikinn áhuga á kínverskum og rússneskum stjórnmálum og öllu sem viðkemur norðurslóðum. „Ég hef líka brennandi áhuga á öllu sem viðkemur öryggis- og varnarmálum. Þetta viðfangsefni fellur því akkúrat inn í mitt áhugasvið.“

Samfélagsleg áhrif


Friður og réttlæti sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.

alt=""

Emil Dagsson,
doktorsnemi í hagfræði


„Markmið rannsóknarinnar er að ná að mæla forréttindi mismunandi samfélagshópa ásamt því að meta hversu jöfn tækifæri eru í okkar samfélagi. Það er gert með því að meta félagslegan hreyfanleika á milli kynslóða á Íslandi, en þar er helst horft til menntunar og tekna sem segir okkur hvaða áhrif samfélagsstaða foreldra gæti haft á börn þeirra,“ segir Emil.

Í doktorsverkefni sínu heldur Emil áfram að rýna í tölfræðilegt samband milli menntunar foreldra og barna þeirra en einnig samband milli ævitekna foreldra og barna þeirra. „Slíkt gefur okkur hugmynd um hvaða áhrif samfélagsstaða foreldra gæti haft á börn þeirra, ef við gefum okkur að menntun og tekjur segi til um samfélagsstöðu fólks,“ útskýrir Emil.

Samfélagsleg áhrif


Aukinn jöfnuður sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Maximilian Conrad,
prófessor við Stjórnmálafræðideild


Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hlaut nýverið þriggja milljóna evra styrk, jafnvirði nærri 420 milljóna króna, úr Horizon Europe áætlun Evrópusambandsins fyrir rannsóknaverkefnið Reclaiming Liberal Democracy in Europe (RECLAIM). Styrkurinn er til þriggja ára og er markmið verkefnisins að rannsaka áhrif upplýsingaóreiðu á lýðræði í Evrópu. Alþjóðamálastofnun heldur utan um verkefnið en Maximilian Conrad, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, leiðir það.

„Ég tel að upplýsingaóreiða og uppgangur þess sem kallað er „stjórnmál eftirsannleikans“ (e. post-truth politics) sé ein af helstu áskorunum sem blasa við frjálslyndu lýðræði nú um stundir. Við þurfum að finna skilvirkar leiðir til þess að takast á við þær. Við höfum á síðustu árum séð ýmsa þætti sem stuðla að framrás þess konar stjórnmála. Sem dæmi má nefna uppgang popúlisma, þar sem sannleikurinn víkur í allri miðlun, vöxt stafrænna miðla og samfélagsmiðla og hnignun blaðamennsku.

Samfélagsleg áhrif


Friður og réttlæti sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Paul J Wensween,
rannsóknarsérfræðingur við Líf- og umhverfisvísindadeild


Dr Paul hefur lagt á stund á rannsóknir sem tengjast hljóð- og hreyfihegðun hvala og höfrunga og viðbrögð þeirra við neðansjávarhljóði frá mönnum.

Núverandi rannsókn Pauls beinir sjónum að ferðum norðlægra hvala og hegðunaráhrif sjósónars á þessa tegund og önnur hvaldýr.

Þessar rannsóknir veita innsýn og aðstoð við að leggja mat á verndarstöðu villtra dýrastofna í náttúrunni og hjálpa sjóherjum og öðrum hávaðaframleiðendum sjávar að draga úr umhverfisáhrifum í starfsemi sinni.

Samfélagsleg áhrif


Líf í vatni sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.

alt=""

Majid Eskafi,
nýdoktor í umhverfisverkfræði


„Hafnir hafa mikilvæga stöðu í aðfangakeðjum og hagkerfum þjóða. Þær þjóna mikilvægu hlutverki í fjölþættum flutningskerfum þar sem þær eru miðstöð flæðis fyrir vörur, gáma og farþega,“ segir Majid Eskafi, nýdoktor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands um þetta merkilega fyrirbæri – höfnina.

Majid vinnur nú að sérhæfðri rannsókn á hafnarstarfsemi í samstarfi við íslenskt atvinnulíf í anda nýrrar stefnu Háskóla Íslands, HÍ26. Í nýju heildarstefnunni er tiltekið að rannsóknir innan HÍ eigi að mæta þörfum íslensks samfélags og atvinnulífs og stuðla að sjálfbærum heimi. Þessi rannsókn Majid Eskafi og samstarfsaðila hefur skýr tengsl við allt þetta.

Í rannsókninni er ætlunin að þróa nýstárlega hafnaráætlun með miklum sveigjanleika sem tryggir reksturinn á tímum stöðugra breytinga og að hagvöxtur allrar starfseminnar sé í sátt við umhverfi og samfélag, bæði nú og þegar til lengri tíma er litið. Í því efni er horft til samfélagslegrar ábyrgðar en rannsóknin er gerð í samstarfi við fjölmarga hagsmunaaðila sem tengjast hafnarstarfsemi Ísafjarðarbæjar. Ísafjörður er með margar hafnir, en sú stærsta er einmitt við Eyrina í kaupstaðnum á Skutulsfirði.

Samfélagsleg áhrif


Sjálfbærar borgir og samfélög og nýsköpun og uppbygging sem eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Heiða María Sigurðardóttir,
dósent við Sálfræðideild


Dr. Heiða María hefur stundað rannsóknir í því skyni að skilja hvað veldur því að sumir eiga auðvelt með, en aðrir erfitt, að þekkja fólk í sjón.

„Andlit eru svolítið sérstök – við vitum til dæmis að nýfædd ungabörn vilja frá náttúrunnar hendi frekar horfa á andlit en ýmsa aðra hluti og sömuleiðis eru ákveðin heilasvæði sem virkjast mikið þegar horft er á andlit. En andlit hafa líka ákveðið útlit og það eru tilteknir sjónrænir eiginleikar sem greina andlit hvert frá öðru. Við viljum skilja hvort fólk sem er gott, í meðallagi eða slakt í að þekkja andlit sé líka gott, í meðallagi eða slakt í að þekkja í sundur aðra hluti og hvað einkennir þá hluti,“ útskýrir Heiða María Sigurðardóttir, doktor í í taugavísindum og dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands, sem stendur að rannsókninni ásamt samstarfsfólki innan Rannsóknamiðstöðvar um sjónskynjun (e. Icelandic Vision Lab).

Heiða María segir að rannsakendur hafi leitað að þátttakendum fyrir rannsóknina á öllum skalanum. „Allt frá andlitsblindum yfir í ofurmannglöggt fólk og allt þar á milli. Rannsóknin gæti svarað því hvort í heilanum sé sérstakur andlitsskynjunarbúnaður sem er sérhæfður í að þekkja andlit eða hvort slíkur búnaður taki líka þátt í að greina í sundur aðra hluti í sjón og þá hvers konar hluti.“

Samfélagsleg áhrif


Heilsa og vellíðan sem er hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Sigurður Örn Stefánsson,
prófessor í stærðfræði


„Líkindi er hugtak sem við könnumst flest við úr daglegu lífi. Við reynum gjarnan að spá fyrir um hvernig eitthvað muni atvikast út frá fyrri reynslu og hegðum okkur miðað við það. Frægt dæmi er veðurspáin, skoðun okkar á henni og viðbrögð okkar við henni. Líkindi í sinni hreinustu mynd koma fyrir í happdrættum, fjárhættuspilum og veðmálum en það er sennilega sá vettvangur sem upphaflega vakti áhuga fólks á að rannsaka þau með kerfisbundnum hætti, enda til mikils að vinna“ segir Sigurður Örn en hann fékk nýlega birta vísindagrein á sviði líkindafræða í einu af virtustu vísindatímaritum heims á því sviði, Annals of Probability.

Þar leiddu Sigurður og samstarfsfélagar m.a. fram nýjar stærðfræðilegar aðferðir sem gagnast við rannsóknir á svokölluðum slembinetum, en þau eru m.a. notuð í rannsóknum á útbreiðslu sjúkdóma og faraldra.

Rannsóknir í raunvísindagreinum eins og stærðfræði fela oft í sér nýja þekkingu sem hefur ekki beina þýðingu fyrir samfélagið strax og nær því oftast eingöngu til nálægra sviða innan stærðfræðinnar. Engu að síður eru þær mikilvægar því að sögn Sigurðar gerist það reglulega að mjög abstrakt niðurstöður í hreinni stærðfræði leggja grunninn að framþróun í vísindum og tækni, jafnvel áratugum eftir að þær komu fyrst fram á sjónarsviðið.

Samfélagsleg áhrif


Heilsa og vellíðan og nýsköpun og uppbygging sem eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Helga Helgadóttir,
lektor við Lyfjafræðideild HÍ


„Aspirín er að mínu mati eitt merkilegasta lyf læknisfræðinnar. Það hversu fjölbreytta virkni það hefur og hvernig ólík virkni þess hefur smám saman verið uppgötvuð í gegnum árin er sannarlega ótrúlegt,“ segir Helga Helgadóttir, lektor við Lyfjafræðideild HÍ, sem hefur í rannsóknum sínum beint sjónum sérstaklega að því hvernig aspirín getur komið í veg fyrir meðgöngueitrun hjá barnshafandi konum.

Aspirín hefur í gegnum tíðina verið notað gegn ýmsum kvillum og sjúkdómum og er enn í dag eitt mest notaða lyfið í heiminum að sögn Helgu. „Virkni þess spannar allt frá hefðbundnum verkjastillandi og bólgueyðandi áhrifum yfir í að vera fyrirbyggjandi meðferð gegn hjarta- og æðasjúkdómum.

Nýlega er byrjað að nota það fyrirbyggjandi á áhættumeðgöngum til að koma í veg fyrir eða draga úr alvarleika meðgöngusjúkdóma en það lækkar blóðþrýsting hjá barnshafandi konum og dregur úr líkum á vaxtarskerðingu fósturs, meðgönguháþrýstingi og snemmbúinni meðgöngueitrun,“ segir Helga.

Samfélagsleg áhrif


Heilsa og vellíðan sem er hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

alt=""

Þóra Másdóttir,
lektor við Læknadeild


„Það er afar mikilvægt að fyrir liggi áreiðanlegar upplýsingar um málþroska barna til að finna börn sem glíma við málþroskaröskun svo hægt sé að aðstoða þau sem á því þurfa að halda og veita þeim þjálfun svo þau nái jafnöldrum sínum“ segir Þóra Másdóttir, lektor við Læknadeild Háskóla Íslands, sem vinnur að nýju málþroskaprófi sem ætlað er að meta málfærni leikskólabarna á aldrinum fjögurra til sex ára.

„Eldri málþroskapróf sem talmeinafræðingar nota eru komin til ára sinna auk þess sem þau eru þýdd og staðfærð og byggjast ekki endilega á íslenskum máltökurannsóknum,“ segir Þóra þegar hún er spurð um forsendur þessa verkefnis. „Við höfundarnir vildum hanna próf sem styðst við rannsóknir á íslensku og sem byggist á grunnþáttum tungumálsins.“

„Á sviði talmeinafræðinnar er mikilvægt að notast við gagnreyndar rannsóknir þegar kemur að því að veita skjólstæðingum, börnum og fullorðnum, aðstoð ef þeir glíma við tjáskiptaraskanir,“ segir Þóra. „Til þess að svo megi verða þurfum við að geta greint á áreiðanlegan hátt þá sem þurfa á þjónustu talmeinafræðings að halda. Þess vegna eru áreiðanleg og réttmæt mælitæki ómetanleg í verkfærakistu talmeinafræðingsins.“

Samfélagsleg áhrif


Heilsa og vellíðan og nýsköpun og uppbygging sem eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,
prófessor við deild menntunar og margbreytileika


„Það eru áhyggjur í samfélaginu af brotthvarfi kennara úr starfi og meðal annars því að ungir kennarar staldri stutt við. Stundum færist umræðan út í að hafa meiri áhyggjur af því að það vanti karla en konur í kennslu en það er auðvitað þannig að ef það vantar kennara er lítið spurt um kyn eða aldur – heldur hvort þú getir unnið með börnunum eða unglingunum sem vantar kennara,“ segir Ingólfur. Hann rannsakar ásamt samstarfskonum sínum hvernig nýútskrifuðum konum vegnar fyrstu tvö árin í starfi sem grunnskólakennarar og að hvaða leyti reynsla þeirra í grunnskólum er tengd hugmyndum samfélagsins um kyn og kynhlutverk.

„Grunnskólakennarastarf gerir faglegar kröfur af margvíslegum toga, til dæmis að geta sinnt margvíslegum verkefnum sem fela í sér umhyggju fyrir nemendum. Ég lít svo á að umhyggja sé faglegt gildi og að kennarar af hvaða kyni sem er þurfi að búa yfir vinnubrögðum sem umhyggjan krefur þau um. Nokkuð rík tilhneiging er til þess í orðræðu um skólastarfið að segja að umhyggjusemi sé eðlislægur eiginleiki kvenna og þær því betur til þess fallnar að kenna ungum börnum. Við munum svolítið fara yfir þetta í rannsókninni,“ útskýrir Ingólfur.

Samfélagsleg áhrif


Jafnrétti kynjanna og menntun fyrir alla sem eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Jóhanna T. Einarsdóttir,
prófessor í talmeinafræði við Læknadeild og á Menntavísindasviði

Iris Edda Nowenstein,
doktorsnemi í íslenskri málfræði

Hjördís Hafsteinsdóttir
talmeinafræðingur


Ný rannsókn þriggja vísindakvenna við Háskóla Íslands bendir til að tvítyngd börn með íslensku sem annað mál læri takmarkaða íslensku í leikskólum. Helstu niðurstöður í rannsókninni eru mjög umhugsunarverðar en í þeim kemur fram að tvítyngdu börnin sýni mun slakari færni í íslensku samanborið við meðalgetu eintyngdra jafnaldra á öllum athugunum sem voru gerðar.

Vísindakonurnar segja að munurinn hafi reynst mun meiri en búast hefði mátt við út frá sambærilegum rannsóknum í stærri málsamfélögum. Þær segja að niðurstöðurnar séu mjög alvarlegar og kalli á breytt viðhorf í málörvun tvítyngdra leikskólabarna. Nauðsynlegt sé að gera gangskör að eflingu íslenskukunnáttu tví- og fjöltyngdra barna á Íslandi.

Vísindakonurnar eru þær Jóhanna T. Einarsdóttir, prófessor í talmeinafræði við Læknadeild HÍ og á Menntavísindasviði, Iris Edda Nowenstein, MS í talmeinafræði frá HÍ og doktorsnemi í íslenskri málfræði, og Hjördís Hafsteinsdóttir talmeinafræðingur, en þær birtu nýlega grein um niðurstöður rannsóknarinnar í tímaritinu Netlu.

Samfélagsleg áhrif


Menntun fyrir alla og aukinn jöfnuður sem eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

alt=""

Þórarinn Guðjónsson,
prófessor við Læknadeild


Fyrir kemur að aukaverkun af lyfi reynist mjög gagnleg gegn allt öðrum vandamálum eða sjúkdómum en lyfið var upprunalega þróað fyrir.

Rannsókn Þórarins Guðjónssonar miðar að því að skoða hvernig og hvort breiðvirka sýklalyfið azitrómýcín geti hjálpað mörgum þeim sem glíma við alvarlega húðsjúkóma.

„Verkefnið okkar snýst um að rannsaka áhrif sýklalyfja af þessum flokki makrólíða á frumusérhæfingu húðþekjufruma. Þótt húðsjúkdómar séu sjaldan banvænir eru þeir mikil byrði öllum þeim sem af þeim þjást og sömuleiðis á heilbrigðiskerfið. Hátt hlutfall húðsjúkdóma sýnir veikingu í þekjuvefnum sem undirliggjandi orsök.“

Það er sannarlega nýsköpunarflötur í þessu verkefni sem lýtur að mjög áhugaverðum prófunum á virkni nýrra lyfja. Ætlun Þórarins og félaga er að rannsaka áhrif þessara nýju efnasambanda sem vísindamennirnir nefna dermólíða á húðþekjufrumur í rækt.

Samfélagsleg áhrif


Heilsa og vellíðan og nýsköpun og uppbygging sem eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Arnfríður Guðmundsdóttir,
prófessor í guðfræði


Guðfræði og femínismi eru máttarstólpar í rannsóknum dr. Arnfríðar en hún hefur lagt stund á rannsóknir í guðfræði út frá femínisma, m.a. á sviði umhverfisguðfræði. Eitt af leiðarstefjum Arnfríðar hefur verið spurningin um þá reynslu sem tekið er mark á í samfélaginu hverju sinni og hvernig hallar á konur í þeim efnum. Hún telur enn fremur að hlutverk guðfræðinnar sé að túlka og skilgreina samband okkar og náttúrunnar og bendir á að maðurinn hafi lagt náttúruna undir sig á sambærilegan hátt og karlinn hefur drottnað yfir konunni.

Samfélagsleg áhrif


Jafnrétti kynjanna: Að færa guðfræðileg rök fyrir jafnrétti í víðum skilningi, sérstaklega innan kirkjunnar.

Aðgerðir í loftslagsmálum: Sýna fram á mikilvægi hins trúarlega þáttar í aukinni vitund um gildi náttúrunnar og baráttunnar gegn loftslagsbreytingum.

alt=""

Sif Ríkharðsdóttir,
prófessor í miðaldabókmenntum


Dr. Sif Ríkharðsdóttir, hefur um árabil rannsakað fyrirbærið tilfinningar og tjáningu þeirra í miðaldabókmenntum. Í verkefninu Ómur tilfinninga í miðaldabókmenntum skoðaði Sif samspil tilfinninga og tjáningar þeirra í bókmenntum og setti í samhengi við hugmyndir og skilgreiningar nútímans.

Samfélagsleg áhrif


Menningarleg áhrif: Rannsóknir á íslenskum menningararfi, tengslum hegðunar og tilfinninga í miðaldabókmenntum.

alt=""

Orri Vésteinsson,
prófessor í fornleifafræði


Orri segir að hugmyndir um samfélög fyrri alda séu aldrei nákvæmari en þekkingin sem við höfum á þeim og hlutverk fornleifafræðinnar sé að uppfæra þessar hugmyndir í ljósi nýrra rannsókna. Orri lýsir þessu hlutverki sem sjálfsmyndarviðhaldi. „Í mínum huga er þetta aðferð til þess að rannsaka fólk – og það að rannsaka fólk í fortíðinni gefur okkur víðara sjónarhorn á okkar eigið samfélag.“

Samfélagsleg áhrif


Menningarleg áhrif: Uppfæra þekkingu á samfélögum fyrri alda, varpa fram nýjum spurningum og gera tilraunir til að svara þeim.

alt=""

Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir,
nýdoktor í sagnfræði


Í sögulegum rannsóknum Dalrúnar styðst hún ætíð við viðtalsformið í þeim tilgangi að skrá raddir og reynslu Íslendinga; munnlega sögu. Viðtalsrannsóknir hennar spanna allt frá bókaskriftum um förukonur og einsetukonur til doktorsrannsóknar á ráðskonum í sveit. Nú hefur hún haldið á ný og ævintýraleg sögumið sjávarumhverfissögunnar (e. marine environmental history). Þar rannsakar Dalrún sögu hákarlaveiða við Ísland, allt frá fornu fari til 21. aldarinnar. Hafríkið hefur borið skarðan hlut frá umhverfissöguborðinu á heimsvísu. Því telur Dalrún mikilvægt að ljá íslenska hafríkinu og þegnum þess rödd – og það gerir hún með því að fá fram nýja vitneskju og sjónarhorn með viðtölum við þá sem lifa í beinni snertingu við hafið.

Samfélagsleg áhrif


Menning og líf í vatni: Saga, menning og munnleg geymd.

alt=""

Gunnar Stefánsson,
prófessor í tölfræði

Kristján Gíslason,
Hringfari


Styrktarfélagið Broskallar, sem hverfist í kringum kennslukerfi í raunvísindum sem vísindamenn við Háskóla Íslands hafa þróað, tók á þessu ári við fimm milljóna króna styrk frá Hringfaranum Kristjáni Gíslasyni sem nýttur verður til þess að hjálpa nemendum á fátækustu svæðum Afríku að komast í háskóla. Fyrir tilstilli styrktar-félagsins, bakhjarla þess og kennslukerfisins gátu nemendur í Kenía m.a. sótt sér menntun þrátt fyrir að skólum í landinu hefði verið lokað vegna kórónuveiru-faraldursins.

Kennslukerfið nefnist tutor-web og hefur að geyma kennsluefni, m.a. í stærðfræði, tölfræði og tölvunarfræði, ásamt æfingum sem aðstoða nemendur við að tileinka sér námsefnið. Kerfið þróuðu Gunnar Stefánsson, prófessor við Raunvísindadeild HÍ, og Anna Helga Jónsdóttir, dósent við sömu deild, í samstarfi við tölvunarfræðinga. Það hefur undanfarinn áratug verið nýtt í tölfræði- og stærðfræðikennslu bæði í Háskóla Íslands og framhaldsskólum hér á landi og sömuleiðis í skólum í Kenía í gegnum verkefnið „Menntun í ferðatösku“ (e. Education in a suitcase) sem sett var á laggirnar í samstarfi við þarlenda fræðimenn.

Samfélagsleg áhrif

Aukinn jöfnuður og menntun fyrir alla sem eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.

alt=""

Inga Þórsdóttir,
prófessor hjá Matvæla- og næringarfræðideild


Dr. Inga stóð fyrir rannsóknum á næringu íslenskra ungbarna (1995 og 2005). Niðurstöður fyrri rannsóknar hafði mikil áhrif á breytingar á ráðleggingum til íslenskra ungbarna. Járnskortur greindist í fyrri rannsókn sem mátti rekja til of mikillar neyslu á venjulegri kúamjólk eftir að brjóstagjöf lauk (notuðum ekki ungbarnaformúlur).

Stoðmjólkin var líka þróuð upp úr þessum rannsóknum og breyttar ráðleggingar skiluðu því að járnskortur greindist ekki 10 árum síðar, árið 2005.

Járnskortur meðal ungbarna getur haft óafturkræf áhrif á þroska barna (tengsl sáust milli járnskorts 12 mánaða barna og þroska við 6 ára aldur í fyrri rannsókninni).

Samfélagsleg áhrif


Heilsa og vellíðan sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.

alt=""

Pétur Orri Heiðarsson,
dósent í lífefnafræði


Dr. Pétur Orri, dósent í lífefnafræði hefur ásamt öðrum vísindamönnum við Háskóla Íslands rannsakað hvernig mannslíkaminn nálgast erfðaupplýsingar sem hafa áhrif á alla líkamsstarfsemi. Í rannsókninni eru skoðuð tiltölulega nýuppgötvuð prótein sem, ólíkt öðrum próteinum, eru án fastrar þrívíðrar byggingar. Þessi prótein eru ómótuð og eru vísindamenn rétt byrjaðir að skilja mátt þeirra og mikilvægi í líffræði og sjúkdómum og hvernig þessi prótein hafa áhrif á aðgengi að upplýsingum í erfðamengi mannsins.

Samfélagsleg áhrif


Vísindi og heilsa: Áhrif á þekkingarþróun í lífefnavísindum.

alt=""

Rúna Sif Stefánsdóttir,
lektor við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda


Dr. Rúna Sif, hefur undanfarin ár verið að rannsaka svefn og tengsl við námsárangur og hugræna þætti hjá íslenskum ungmennum. Rannsóknir Rúnu er partur af verkefninu Heilsuhegðun ungra Íslendinga en það er langtímarannsókn á stöðu heilbrigðisþátta ungra Íslendinga og tengsl þeirra við svefn, hreyfingu og skólaumhverfi. Meginmarkmið Rúnu hefur verið að mæla, með hlutlægum mælikvarða, svefn íslenskra ungmenna á aldrinum 15 til 17 ára, við skólaskiptin úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla, og að skoða hvort svefnmynstur þeirra tengist námsárangri og hugrænum þáttum.

Samfélagsleg áhrif

Heilsa og vellíðan sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.

alt=""

Hans Tómas Björnsson,
prófessor við Læknadeild

Dr. Hans Tómas, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands hefur einbeitt sér að rannsóknum á Kabuki-heilkenni, sem orsakast vegna taps á tveimur þáttum sem viðhalda ákveðnum utangenaerfðum. Kabuki-heilkenni veldur þroskaskerðingu, vaxtarskerðingu og truflun á ónæmiskerfinu. Hingað til hefur sú kenning verið viðtekin meðal vísindamanna að ekki sé hægt að lækna þroskaskerðingu eftir fæðingu en Hans Tómas og hans teymi telja rannsóknir sínar og fleiri benda til að sú kenning sé ekki rétt, að minnsta kosti ekki hvað varðar Kabuki-heilkennið. Þvert á móti sé mögulegt að meðhöndla þroskaskerðinguna. Lokatakmark Rannsóknarstofu Hans Tómasar er einmitt að þróa meðferð sem er örugg og dregur úr áhrifum sjúkdómsins.

Samfélagsleg áhrif


Heilsa og vellíðan sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.

alt=""

Úlf Níelsson,
prófessor við Viðskiptafræðideild


Íslendingar eru líkt og aðrar þjóðir að eldast en það má meðal annars þakka bættri heilsu, betri lífsgæðum og framförum í læknavísindum. Þessi mikla fjölgun felur í sér ýmsar áskoranir fyrir samfélagið og vekur jafnframt spurningar um hvort fólk safni nógu miklum fjármunum til að viðhalda lífsgæðum sínum á þessu síðasta æviskeiði sem er sífellt að lengjast. Við þær spurningar fæst Úlf Níelsson, prófessor við Viðskiptafræðideild, í rannsóknum sínum þessi misserin.

„Þessi grundvallarspurning hefur hingað til hlotið mun meiri athygli í fræðilegum hagfræðilíkönum en rannsóknum sem styðjast við gögn úr raunheimum. Ástæðan er fyrst og fremst skortur á nægilega góðum gögnum fyrir nógu stórt þýði. Á síðustu árum hafa einkum norrænu ríkin byrjað að safna og birta mjög nákvæm gögn um lífeyrissparnað og uppsafnaðan auð allra einstaklinga. Þetta hefur opnað á möguleikann á að svara þessari rannsóknarspurningu með mun nákvæmari og skýrari hætti en áður,“ segir Úlf.

Niðurstöðurnar eru ekki aðeins mikilvægar út frá fræðilegum sjónarhóli heldur einnig samfélagslegum enda mikilvægt fyrir stjórnvöld og stefnumótendur að hafa skýr gögn sem gefa þeim færi á að bregðast við hugsanlegum framtíðarvanda í lífeyrismálum og komast að því hvar skóinn kreppir.

Samfélagsleg áhrif


Aukinn jöfnuður sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Nína Eck,
Félagsráðgjafardeild


Nýlega var í gangi rannsókn við Háskóla Íslands sem sneri að upplifun og tilfinningum feðra sem umgangast börnin sín minna en aðra hverja helgi að jafnaði. Einnig voru rannsökuð viðbrögð barnavernda og sýslumannsembætta við þeim vanda sem feðurnir mæta þegar þeir sækjast eftir aukinni umgengni.

Rannsóknin var unnin af Nínu Eck, nema við Félagsráðgjafardeild HÍ, en leiðbeinendur hennar í verkefninu voru þau Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild, og Ingólfur V. Gíslason, prófessor við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild HÍ.

Nína segir að niðurstöður rannsókna hafi sýnt fram á að jöfn umgengni geri það að verkum að barn telji sig öruggt þegar kemur að tengslum við báða foreldra. Í rannsókninni er ákveðinn nýsköpunarflötur sem felist ekki síst í því að hér sé kjörið tækifæri fyrir sjálfstætt starfandi félagsráðgjafa að bjóða fram aðstoð sína.

Þrátt fyrir það að heimsmarkmið fimm, „Jafnrétti kynjanna“ snúi einungis að konum og stúlkum þá telji hún að umgengni feðra við börn sín sé mjög mikilvægt jafnréttismál og falli þar undir.

Samfélagsleg áhrif


Jafnrétti kynjanna sem er hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Hulda Þórisdóttir
dósent í stjórnmálasálfræði


Fylgni er á mili þess að trúa á samsæris-kenningar og skilgreina sig á jöðrum hins pólitíska áss, ekki síst yst á hægri vængnum. Þetta sýna heildarniðurstöður yfirgripsmikillar rannsóknar í 26 löndum á viðhorfi fólks til samsæriskenninga og samspili þess við pólitískar skoðanir. Sagt er frá niðurstöðunum í vísindagrein sem birtist í tímaritinu Nature Human Behavior á dögunum en meðal höfunda hennar er Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálasálfræði við Háskóla Íslands.

Samsæriskenningar eru sannarlega ekki nýtt fyrirbæri því þær hafa gengið á milli manna frá aldaöðli innan allra menningarheima og afkima heimsins. Slíkar kenningar spretta oftar en ekki upp í kringum sögulega viðburði en nærtæk dæmi eru hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020 og síðast ekki síst kórónuveirufaraldurinn.

Rannsóknarhópurinn, sem er fjölþjóðlegur, ákvað því að kanna hvort það væru möguleg tengsl á milli stjórnmálaskoðana fólks og afstöðu þess til samsæriskenninga. Jafnframt var ætlunin að kanna hvort upplifun fólks á skorti á pólitískum áhrifum, t.d. ef stjórnmálaflokkurinn sem það kaus hefði ekki komist í ríkisstjórn, hefði áhrif á samband stjórnmálaskoðana og samsærishugarfars.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að fylgni er á milli stjórnmálaskoðana fólks og tilhneigingar þess til þess að trúa á samsæriskenningar.

Samfélagsleg áhrif



Friður og réttlæti sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Sigrún Þorsteinsdóttir,
nýdoktor við Menntavísindasvið


Sigrún Þorsteinsdóttir, nýdoktor við Menntavísindasvið, hefur helgað rannsóknir sínar því að þjálfa bragðlauka barna og foreldra. Rannsóknin er nýsköpun í formi sérhæfðs námskeiðs fyrir börn og foreldra sem felur í sér endurtekna kynningu á alls kyns matvælum á tiltölulega skömmum tíma.

Sigrún segir að aðaláherslan í bragðlauka-þjálfuninni sé á fæðuval, matvendni og líðan, bæði hjá börnum og foreldrum. Leikur og gleði séu leiðarljósið og engum sé þröngvað til að smakka eitt né neitt. Aðalatriðið sé að höfða til forvitni og skemmtunar. Leiðbeinandi Sigrúnar í doktorsverkefninu var Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði á Menntavísindasviði HÍ, sem á auk þess hugmyndina að verkefninu.

Í stefnu Háskóla Íslands, HÍ26, er mikið lagt upp úr notendamiðaðri þjónustu og stafrænni umbyltingu hennar. Upplýsingatækni var notuð í þágu verkefnisins með því að þróa sérstakt app fyrir snjallsíma til að létta þátttakendum matarskráningar.

Samfélagsleg áhrif


Nýsköpun og uppbygging og ábyrg neysla og framleiðsla (vistkerafræði og gegn matarsóun) sem eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Jóhann Örn Sigurjónsson,
doktorsnemi í menntavísindum


Innan Menntavísindasviðs er unnið að mörgum rannsóknarverkefnum sem miða að því að þróa og bæta kennslu á öllum skólastigum, ýmist með nýjum kennsluaðferðum eða með rýni sem breytir fyrirliggjandi aðferðum. Jóhann Örn Sigurjónsson, doktorsnemi í menntvísindum, rannsakar hvernig bæta má stærðfræðikennslu í efri bekkjum grunnskóla, bæði hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum.

„Hvað felst í góðri kennslu er margþætt. Endurgjöf til nemenda, gæði útskýringa og tímastjórnun eru nokkur dæmi. En það sem er til skoðunar í þessari rannsókn er þáttur sem ég hef þýtt sem hugræn virkjun (e. cognitive activation). Þessi þáttur snýr bæði að því hversu krefjandi verkefni kennari velur fyrir nemendur og hvernig verkefni eru útfærð í kennslustund“.

Doktorsrannsókn Jóhanns er hluti af stóru rannsóknarverkefni átta norrænna háskóa sem lýtur forystu öndvegisseturssins Quality in Nordic Teaching (QUINT) við Háskólann í Osló.

Samfélagsleg áhrif


Menntun fyrir alla sem er hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.

alt=""

Rannveig Björk Þorkelsdóttir,
dósent við Menntavísindasvið

Jóna Guðrún Jónsdóttir,
aðjunkt við Menntavísindsvið


„Verkefnið miðar að því að breyta viðhorfum nemenda og hvetja þá til að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsvandanum í sínum eigin samfélögum og mynda tengsl við skóla erlendis. Þannig geta nemendur með sameiginlegu átaki haft áhrif á sviði loftslagsbreytinga víða um heim,“ segja þær Rannveig Björk Þorkelsdóttir, dósent við deild faggreinakennslu og Jóna Guðrún Jónsdóttir, aðjunkt við sömu deild. Fyrir hönd HÍ stýra þær alþjóðlegri rannsókn á sviði umhverfisvitundar sem hlaut á síðasta ári nærri 50 milljóna króna styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins.

Rannsóknin er hönnuð í því skyni að styðja við kennara og nemendur í grunn- og framhaldsskólum í baráttunni gegn loftslagsvánni. „Markmið ActGreenStory (AGS) rannsóknarinnar er að þróa námsefni þar sem stafrænar frásagnir verða notaðar til að vekja áhuga nemenda á loftslagsbreytingum. Þetta ber með sér þekkingaröflun, allt frá því að vekja athygli nemenda á umhverfismálum til raunverulegra athafna. Þannig hvetjum við til lausna á samfélagslegum vandamálum, örvum gagnrýna hugsun, sköpun og hæfni til stafrænnar vinnslu,“ segir Rannveig.

Sögur tengdar verkefninu verða búnar til og þeim dreift til hagsmunaaðila í grænu samfélagi innan Evrópu til að knýja fram frekari aðgerðir í loftslagsmálum.

Samfélagsleg áhrif


Aðgerðir í loftslagsmálum sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

alt=""

Sveinbjörn Gizurarson,
prófessor í Lyfjafræðideild


Dr. Sveinbjörn hefur þróað nýja leið til að meðhöndla krampa með nefúðanum Nayzilam. Í stað þess að viðkomandi þurfi að fara upp á sjúkrahús til að fá lyfið í æð, þá nægir að aðstandendur, samstarfsfólk, vinir og kunningjar gefi lyfið í nefið, ef viðkomandi fær krampa.

Samfélagsleg áhrif


Heilsa: Eykur lífsgæði og ferðafrelsi sjúklinga

Efnahagur: Dregur úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu.

alt=""

Snorri Þór Sigurðsson,
prófessor í lífrænni efnafræði


Snorri Þór, prófessor í lífrænni efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands og samstarfsfólk við CEA rannsóknastofnunina og Grenoble-Alpes háskólann í Frakklandi, hafa unnið við að hanna og smíða stöðugar tvístakeindir sem nýtast við mögnun á kjarnaskautun (e. dynamic nuclear polarization, DNP). Mælitími litrófsgreininga sem byggja á kjarnsegulspuna er styttur umtalsvert og nákvæmni bætt.

Samfélagsleg áhrif


Efnahagur: Dregur úr kostnaði við litrófsgreiningar og gerir þær nákvæmari.

alt=""

Emily Lethbridge, rannsóknardósent


Emily þróaði vefinn Nafnið.is sem veitir aðgang að örnefnasafni hjá Stofnun Árna Magnússonar. Verkið var unnið ásamt Aðalsteini Hákonarsyni og öðru starfsfólki hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og í samstarfi við Landmælingar Íslands. Hægt er að leita í örnefnaskrám með því að slá inn bæjarnafn eða annað örnefni og fletta í safninu eftir sveitarfélögum eða sýslum.

Samfélagsleg áhrif


Menning: Varðveitir þekkingu á örnefnum landsins milli kynslóða.

alt=""

Vilhelm Vilhelmsson,
doktor í sagnfræði


Dr. Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Norðurlandi vestra segir að ýmis viðhorf, gildi og viðmið nútímans hafi mótast af veruleika fyrri kynslóða. Aukinn skilningur á þessum veruleika leiði af sér betri og skýrari sjálfsmynd. Rannsóknir hans greina frá samskiptum vinnuhjúa og húsbónda þeirra við lok 19. aldar og varpar ljósi á stöðu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu út frá kenningum um gerendahæfni eða atbeina.

Samfélagsleg áhrif


Samfélagsleg ábyrgð: Til að hafa áhrif á samfélagið er mikilvægt að miðla því sem rannsakendur gera til „eigenda“ sögunnar – „sem eru þá allir Íslendingar eða allur heimurinn þess vegna“.

alt=""

Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði

Hilda Björk Daníelsdóttir, doktorsnemi í þverfræðilegu framhaldsnámi


Hilda Björk Daníelsdóttir, doktorsnemi og Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor standa að rannsókninni Áfallasaga kvenna. Rannsóknin sýnir sterk tengsl milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu kvenna til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rannsóknin er vísindarannsókn við HÍ og ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Á árunum 2018-19 tóku um 30% fullorðinna kvenna hérlendis þátt. Niðurstöður sýna hversu afdrifarík áföll í æsku eru fyrir heilsu kvenna til lengri tíma og hversu mikilvægt það er að koma í veg fyrir þau og styðja við börn sem lenda í slíkum áföllum.

Samfélagsleg áhrif


Heilsa og vellíðan: Heilsa, fræðsla, forvarnir og vitundarvakning.

alt=""

Haukur Logi Karlsson
nýdoktor við Lagadeild


Haukur Logi rannsakar hugmyndir að baki samkeppnislöggjöfinni með það fyrir augum að kanna hvort fýsilegt sé að útvíkka hana þannig að hún leggi ekki aðeins áherslu á velferð neytenda heldur einnig starfsfólks. Rannsókninni er ætlað að vera innlegg í þá umræðu sem á sér stað nú um stundir bæði í Bandaríkjunum og Evrópu um versnandi stöðu starfsfólks í alþjóðavæddum heimi viðskipta, þar sem fyrirtæki stækka í sífellu og samþjöppun markaðsvalds fer stigvaxandi. Í rannsókninni eru kortlagðir þeir möguleikar sem finnast innan hugmyndakerfis samkeppnisréttarins til þess að standa vörð um velferð starfsfólks gagnvart auknu markaðsvaldi fyrirtækja við kaup á starfskröftum.

Samfélagsleg áhrif



Efnahagsleg áhrif: Efnahagur, stjórnmál og samfélag. Kenningarlegur grunnur samkeppnisréttarins rannsakaður, á réttarheimspekilegum grunni og hagfræðilegum grunni.